Dagatal fyrir eiginmanninn

Ég gerði þetta í fyrra handa manninum mínum þannig að ég á því miður engar myndir á framleiðslunni en ég vona að ég geti útskýrt ferlið. Við borðuðum Pringles, Pringles og svo meira Pringles. Þegar við höfðum borðað úr 24 döllum (og trúið mér, ég hef ekki borðað eina Pringles flögu síðan) þá var komið að því að gera sjálft dagatalið. Ég byrjaði á því að þrífa dallanna að innan með rakri tusku. Ég pakkaði dósunum inn í fallegan jólapappír. Svo límdi ég alla dallana saman, sem tók alveg þokkalega langan tíma. Ég klippti niður pappakassa sem ég límdi á milli dallanna til að fylla upp í bilið á milli þeirra. Svo límdi ég þessar slaufur til að fela þar sem sást í pappann, kemur vel út ekki satt? Svo klippti ég út 24 hringi og skreytti og límdi þá á lokið á döllunum. Og vitið þið svo bara hvað? Jólabjórinn passar fullkomlega í Pringles dós.

SHARE