Lífið heldur áfram þó svo að ég hafi ákveðið að taka þátt í þessari áskorun. Það þarf að sinna daglegur störfum og þörfum og það virðist vera það langerfiðasta við þetta. Maður verður orkulaus og ég var með höfuðverk meiripartinn af deginum í dag. Er líklega með fráhvarfseinkenni fyrir mæjónesi eða einhverju sem smyr kransæðarnar í mér.
Ég er svolítið spennt að sjá hvernig þetta endar. Ég er ekki hálfnuð og þetta er nú þegar orðið mjög erfitt. Ég er að vonast til að þetta sé samt eins og detox fyrstu dagarnir séu erfiðastir og svo verði þetta ekkert mál.
Ég tók nýja nálgun á mataræðið í dag. Í stað þess að borða 3 litlar máltíðir tók ég 6 súper litlar sem gera það að verkum að ég get verið að borða svona jafnt og þétt allan daginn. Ég fann miklar sveiflur á milli máltíða þegar ég var að borða 3 á dag, enda voru oft að líða 6-8 tímar á milli máltíða hjá mér.
Í dag borðaði ég t.d Egg, Weetabix, hrökkbrauð og ekki má gleyma súkkulaðimolanum sem ég fékk mér. Dagurinn endaði með því að kosta 740 kr, það hentar mér betur að borða 6 sinnum á dag til að halda jöfnum blóðsykri, en að sama skapi verð ég ofsa geðvond þegar ég borða bara eitt hrökkbrauð, eða eitt egg, því það er ekki upp í nös á ketti.
Fylgist með ferðalaginu hér á Facebook Mataráskorun Ríkistjórnar Íslands
Yfir og út
Gerður Arinbjarnar
http://credit-n.ru/offers-zaim/sms-finance-express-zaimy-na-kartu.html http://credit-n.ru/offers-credit-card/ren-drive-365-credit-card.html