Náðu fram því besta í fari þínu hjá Dale Carnegie

Ef þig langar til að ná fram því besta í fari þínu, ná meiri árangri, verða sterkari leiðtogi og verðmætari starfsmaður þá er námskeið hjá Dale Carnegie eitthvað fyrir þig.

Það er tvennskonar fyrirkomulag eru á námskeiðinu. Það er annað hvort hægt að velja að vera í 8 vikur, þá einu sinni í viku í fjóra tíma í senn eða taka allt námskeiðið á þremur heilum dögum.

Hægt er að staðgreiða námskeiðin en einnig býður Dale Carnegie upp á greiðsluskiptingu í allt að 12 mánuði.
Nú bjóða stéttarfélög eins og Efling, Bandalag Háskólamanna og VR upp á einstaklingsstyrki til að fara á námskeiðið en það fer eftir réttindainneign hvers og eins, hversu mikið hver fær endurgreitt.

Árangursrík sala, áhrifaríkar kynningar, hvernig á að skapa virkni, leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur og stjórnendaþjálfun eru einnig námskeið sem Dale Carnegie býður upp á ásamt sjálfu Dale Carnegie námskeiðinu sem flestir kannast við.

Nærri 22 þúsund Íslendingar hafa útskrifast af námskeiðum. Það er fjölbreyttur hópur einstaklinga og þar eru á meðal þjóðþekktir einstaklingar sem skarað hafa framúr á sínu sviði, svosem forstjórar, fjölmiðlafólk, listamenn, rithöfundar og íþróttafólk. 97% þátttakanda á námskeiðunum tengir Dale Carnegie við árangur.

Ef þú hefur áhuga að kynna þér hugmyndafræði Dale Carnegie betur getur þú sótt 60 mínútna kynningarfund ókeypis og án allra skuldbindinga. Nánari upplýsingar er að finna á www.dale.is/einstaklingar

SHARE