Á heimasíðu Akureyri vikublað birtist frétt í gær þar sem að Dani leitar að íslenskum ættingjum sínum.
Við á hun.is hvetjum þá sem að kannast við neðangreinda lýsingu til að hafa samband við sveinn@akv.is eða hun@hun.is og við komum upplýsingunum áfram. Deilum áfram og finnum ættingja Bjarna.
Bjarni Beck Rudolph, 61 árs gamall Dani, bústtur í Holbæk í Danmörku, hefur leitað að íslenskum ættingjum sínum í nokkurn tíma en leitin hefur til þessa engan árangur borið. Hann hefur ekkert verið í sambandi við fjölskyldu sína, síðan hann heimsótti hana árið 1982.
Hann leitar að frænku sinni í föðurætt, sem ber nafnið Sigrún og er hjúkrunarfræðingur að mennt. Sigrún er fædd rétt eftir 1950. Árið 1982 bjó hún á Akureyri og vann sem hjúkrunarfræðingur.
Amma hans Bjarna í föðurætt hafi borið nafnið Fanný. Bjarni man eftir tveimur nöfnum ömmusystra sinna sem hétu Mæja og Rúna, sem bjuggu í Kópavogi og Seltjarnarnesi á þessum tíma. Fanný, amma hans, hafi flutt til Danmerkur og gifst verkfræðingnum Ove Krebs.
Amma hans Bjarna í föðurætt hafi borið nafnið Fanný. Bjarni man eftir tveimur nöfnum ömmusystra sinna sem hétu Mæja og Rúna, sem bjuggu í Kópavogi og Seltjarnarnesi á þessum tíma. Fanný, amma hans, hafi flutt til Danmerkur og gifst verkfræðingnum Ove Krebs.
Í samtali við akv.is vonast hann eftir að ættingjar hans hér á landi gætu kannast við þessar litlu upplýsingar. Ef einhver gæti vitað meira eða hefur upplýsingar um fjölskyldu Bjarna, er hægt að senda línu á sveinn@akv.is
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.