Matt Bray byrjaði með YouTube rásina „ProjectOneLife“ þar sem hann deildi myndböndum af sér þar sem hann gerir hlutina sem voru á „bucket“ listanum hans.
Í þessu myndbandi sem hann kallar „100 People of Dance“ dansar hann sama dansinn með 100 manneskjum. Það tók hann 2 mánuði að taka myndbandið og keyrði hann rúmlega 16.000 km yfir Bandaríkin og Kanada og fékk fólk til að dansa með sér.