Bob Marley hefði fagnað sjötugsafmæli sínu þann 6 febrúar nk. hefði hann lifað lengur en til 36 ára aldurs, en tónlistarhetjan frá Jamaica andaðist þann 11 maí 1981 og var banamein hans krabbamein.
Til heiðurs manninum sem boðaði frið og var álitin þjóðhetja í heimalandi sínu sökum trúar- og pólitískra skoðana hafa nokkrir þekktir listamenn sett saman raddaða (Acapella)útgáfu af einu af þekktari lögum Marley Could You Be Loved og er dásamlegt að hlýða á.
Vilji svo ólíklega til að leið þín liggi til Ísrael á næstu dögum, leggjum við að þú smellir á þennan tengil þar sem hátíðarhöldum verður slegið upp þann 31 janúar til heiðurs Marley – en þar munu einir þekktustu tónlistarmenn Ísrael troða upp og syngja gamla meistaranum til heiðurs, en allar upplýsingar má finna á Facebook.
Við hin, sem hyggjum ekki á svo langt ferðlag, látum okkur hins vegar nægja hljóðblandaða útgáfu sem birtist fyrir fáeinum dögum á YouTube og má hlýða á hér:
Tengdar greinar:
Þessi maður gefur Bob Marley lítið eftir – Myndband
Rihanna fær sér smók – Myndir
Þessi nær Bob Marley ansi vel – Myndband
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.