Dásamleg eplakaka – Uppskrift

Hér er gömul uppskrift sem fengin er úr uppskriftarbók ömmu, hún skrifaði niður hinar ýmsu uppskriftir og hér er ein sem mér finnst góð.


Uppskrift:
175 gr smjör (mjúkt)

2 dl sykur

2 egg

2 dl hveiti

1 tsk lyftiduft

3-4 epli

100 gr marsipan

hnetuspænir

Hrærið vel saman smjör og sykur. Eggin látin úti og hrært vel. Þurrefnin látin síðast og hrært aðeins saman.  Þetta er látið í smurt, eldfast mót. Marsipanið rifið gróft á rifjárni og dreift yfir. Eplin skorin í sneiðar og raðað fallega ofan á. Að síðustu er hnetuspænum dreift yfir. Bakað í ofni við 180˚C hita í u.þ.b. 20 mín.

Borið fram með þeyttum rjóma.

SHARE