Uppskriftin kemur frá Sollu en þessi kaka er alveg hrikalega góð og mjög einfalt að gera.
Botn:
150g heslihnetur
200g döðlur
½ tsk kanill
Fylling:
800g hreinn rjómaostur
1½ dl agave sýróp
½-1 tsk hreint vanilluduft eða dropar
5 egg
½ krukka sykurlaus bláberjasulta
fersk bláber til skrauts
botn:
allt sett í matvinnsluvél og síðan í smurt form og bakað í ofni í 5 mín við 200C
fylling:
rjómaosturinn settur í matvinnsluvél ásamt agave sýrópinu og vanilluduftinu/dropum. Eggjunum bætt útí einu í einu. Síðan er fyllingunni hellt í bökubotninn og kakan bökuð í uþb 50 – 60 mín við 170C
látið kökuna kólna aðeins og smyrjið þá bláberjasultunni ofaná. Skreytið með ferskum bláberjum.