Hérna fáum við dýrðlega brauðuppskrift af blogginu hennar Tinnu Bjargar. Brauðið er í hollari kantinum og er gerlaust. Eins inniheldur það spelt í stað hveitis. Að sögn Tinnu minnir það á kanilbeyglur – ó, við sláum ekki höndinni á móti því!
Hægt er að fylgjast með blogginu hennar Tinnu á Facebook og hvet ég ykkur eindregið til þess.
Sjá einnig: Hveiti- og sykurlaust bananabrauð
Rúsínuspeltbrauð
1 bolli fræ (til dæmis fimmkornablanda)
3 bollar spelt
1/2 bolli kókosmjöl
1/2 bolli rúsínur
2 tsk kanill
2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
2 bollar AB mjólk
- Setjið þurrefni í skál og bætið AB mjólk síðast saman við. Hnoðið saman í hrærivél og setjið í smurt brauðform.
- Bakið við 180° í 40 mínútur.
- Takið brauðið strax úr formunum og látið kólna á grind.
Sjá einnig: Kaldhefað hunangsbrauð í ofnskúffu
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.