Þessi unaður er frá Gotterí og gersemar en þar má finna uppskriftir að allskyns gotteríi.
Daim smákökur
- 150 gr smjör við stofuhita
- 75 gr sykur
- 75 gr púðursykur
- 1 egg
- 225 gr hveiti
- 1 tsk matarsódi
- ½ tsk salt
- 130 gr saxað daim
- 50 gr suðusúkkulaði (til að skreyta með)
- Hitið ofninn í 180°.
- Þeytið saman báðar tegundir af sykri og smjör þar til létt og ljóst.
- Bætið því næst egginu út í og hrærið vel.
- Hveiti, matarsóti og salt fer næst í blönduna og að lokum saxað Daim súkkulaðið.
- Mótið um 20 kúlur og pressið þær örlítið niður á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
- Bakið í um 15-18 mínútur og kælið.
- Bræðið þá suðusúkkulaðið og setjið í lítinn zip-lock poka. Klippið lítið gat á eitt hornið og „drizzlið“ yfir kökurnar til skrauts.
Þessi uppskrift er einföld og góð og þessar kökur voru ekki lengi að hverfa!
Gotterí og gersemar á Facebook.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.