Þessi æðislega uppskrift er fengin af blogginu hennar Tinnu Bjargar. Rétturinn er algjört lostæti og mæli ég eindregið með því að þú prófir hann á næstunni. Eins mæli ég með því að fylgjast með Tinnu á Facebook – hún er nefnilega alltaf að elda eitthvað gott.
Sjá einnig: Pönnusteiktur þorskur með sætum kartöflubátum og basilikumajónesi
Dásamlegir þorskhnakkar með döðlupestó
2 rauðar Romero paprikur
sjávarsalt
svartur pipar
1 krukka fetaostur
1 krukka grænt pestó
2/3 bolli salthnetur
10-15 döðlur
1 kg þorskhnakki (3-4 flök)
Afhýðið sæta kartöflu og skerið í um 1 cm þykkar sneiðar. Kljúfið Romero paprikur, fræhreinsið þær og skerið í nokkuð stóra bita, um 2-3 cm. Smyrjið eldfast mót með 1 msk af olíu af fetaostinum. Raðið sætum kartöflum í botninn á mótinu og dreifið paprikubitum yfir ásamt smá sjávarsalti og svörtum pipar. Eldið í ofni við 200° í 20 mínútur og útbúið döðlupestó á meðan.
Sjá einnig: Brjálæðislega gott döðlu- & ólífupestó
Hellið olíu af fetaosti, setjið hann í skál og stappið örlítið með gaffli þannig að teningarnir verði smærri. Blandið grænu pestó saman við fetaostinn ásamt salthnetum og smátt skornum döðlum.
Skerið þorskflök í 2-3 stykki og raðið ofan á sætar kartöflur og papriku. Smyrjið 2-3 msk af döðlupestó yfir hvert þroskstykki þannig að fiskurinn verði alveg þakinn pestói. Lækkið hitann á ofninum í 180° og eldið fiskréttinn í 20 mínútur.
Berið fram með fersku salati.
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.