Áttu gamlar eldhússleifar sem mega muna fífil sinn fegurri? Slitin eldhúsáhöld? Vantar litadýrð í eldhúsið? Því ekki að lífga upp á áhöldin með föndurmálingu að eigin vali? Allt sem til þarf er málningarlímband, ágætur pensill og föndurmálning. Þetta er alveg dásamlega skemmtilegt og sumarlegt eldhúsföndur sem lífgar upp á!
Sjá einnig: DIY: Gúmmí legókubbar
Byrjaðu á því að líma málningarlímband á hæfilegan stað. Renndu málningarlímbandinu allan hringinn og gættu þess að límbandið liggi mjög þétt á sleifinni – engin göt mega vera á límbandinu svo málningin læðist ekki í gegn og blæði út fyrir kantana.
Og þá er bara að byrja að mála! Sem er skemmtilegasti hlutinn!
Stingdu áhöldunum ofan í krukku og láttu umferðina þorna alveg. Þegar málningin er orðin alveg þurr, skaltu fara eina umferð til viðbótar til að festa litinn og fríska upp á áferðina.
Þú mátt alls ekki fjarlægja málningarlímbandið fyrr en áhöldin eru orðin alveg þurr. Annars áttu á hættu að eyðileggja skilin. Taktu málningarlímbandið varlega af.
Settu að lokum áhöldin í fallega krukku og komdu fyrir á eldhúsborðinu, þar sem litadýrðin fær að njóta sín til fullnustu.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.