Datt kylliflöt á kirkjugólf – Vill engu breyta úr fortíðinni

Margrét Eir er söngkona sem flestir þekkja. Það er alltaf nóg um að vera hjá Margréti í söngnum og þar má nefna tónleika í Salnum ásamt þeim Bjarna Snæbjörns, Orra Huginn og Sigríði Eyrúnu en þeir verða haldnir næstkomandi föstudag 12.apríl.  Þau ætla að taka lög úr þekktum Rokk og Popp söngleikjum og miðasala er í Salnum og á midi.is.  Í næstu viku, eða þann 18.apríl syngur hún svo með hljómsveitinni Thin Jim á Cafe Meskí í Fákafeni og munu tónleikarnir hefjast uppúr klukkan 21:00

Margrét Eir er í Yfirheyrslunni hjá okkur í dag.

Aldur: 40 and proud
Hjúskaparstaða: Í sambúð
Atvinna: Söngkona, leikkona, kennari, skólastjóri

Hver var fyrsta atvinna þín?
Ég var að vinna í sveit á sumrin þegar ég var ung og unni mér vel þar.

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum?
The 80´s voru bara stórt tískuslys og þá var ég unglingur og reyndi að sjálfsögu að klæða mig í tísku

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar?
Já auðvitað, maður verður að hafa eitthvað leyndó fyrir sjálfan sig

Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann?
Já…en ég held að hún/hann hafi alveg fattað það, það fer ekki milli mála ef ég er óánægð

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá?
Nei, ég er allt of vel upp alin

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í?
Þegar ég var að syngja í Árbæjarkirkju fyrir fullum sal og datt um monitor á gólfinu og lá algjörlega kylliflöt á gólfinu..og þetta var náttúrlega sýnt hægt

Vefsíðan sem þú skoðar oftast?
Facebook síðuna mina og svo mbl og visir

Seinasta sms sem þú fékkst?
Ertu komin?

Hundur eða köttur?
Köttur

Ertu ástfangin?

Hefurðu brotið lög? 
Já því miður en bara minniháttar ekkert djúsí

Hefurðu grátið í brúðkaupi?
Já já og hjá fólki sem ég þekki ekki neitt

Hefurðu stolið einhverju?
Stal einu sinni grænum brjóstsykir úr sjoppu þegar ég var krakki, er ennþá með moral

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það?
Neibb ég mundi ekki vilja breyta neinu

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun?
Syngjandi, hlægjandi með vinum mínum og fjölskyldu og ennþá í fullu fjöri og sátt við lífið

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here