Stórstjarnan David Beckham beið í röð meðal almennings í 13 klukkustundir til þess að votta fyrrverandi drottningu Bretlands virðingu sína. Hann mætti klukkan 02:00 um nóttina og sagði í viðtali að hann hafi búist við að röðin gengi hraðar fyrir sér en sú var ekki raunin. Sjá má að að hann hafi átt erfitt með að halda aftur af tárum sínum er hann loksins fékk tækifæri á að votta Elísabetu virðingu sína við kistu hennar.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.