Söngvarinn David Bowie er látinn 69 ára að aldri eftir 18 mánaða krabbameinsbaráttu, sem hann glímdi við í leyni.
Ferill þessa fræga söngvara spannar rúm 50 ár og hefur hann gefið út fjöldan allan af plötum, en sú síðasta Blackstar kom út á föstudaginn síðastliðinn.
Bowie fæddist David Jones í Brixton í suður London og ólst upp í úthverfunum í Bromley. Hann byrjaði feril sinn árið 1969 með smellnum Space Oddity.
Í kringum 1970 var Bowie talinn vera einn af brautryðjendum nýrrar tónlistarstefnu í heiminum með glam rokk persónu sinni Ziggy Stardust.
Hann blandaði saman hugtökum sínum við klassísk popplög í albúmumunum Hero, Low and Diamond Dogs, ásamt því að leika í kvikmyndunum The Man Who Fell to Earth og The Last Temptation og Chirst.
Síðustu árin hefur ferill Bowie risið enn á ný, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið mikið í sviðsljósinu. Fyrir þremur árum gaf hann út plötuna The Next day sem varð mjög söluhá og fór nýja platan hans Blackstar beint á toppinn eftir að hún var gefin út á föstudaginn.
Sjá einnig:Chris Hadfield syngur lag David Bowie úti í geimnum
Á hátindi frægðar sinnar á 8. áratugnum lýsti Bowie því yfir að hann væri tvíkynkneygður en hann giftist tvisvar sinnum. Fyrri konu sinni, Angie giftist hann árið 1970 og eignuðust þau soninn Duncan, en skildu síðan árið 1980. Síðar meir kvæntist hann ofurfyrirsætunni Iman og eignuðust þau dótturina Alexandria, sem er 15 ára gömul.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.