David Lynch kennir okkur að elda Kínóa fræ

Leikstjórinn og Íslandsvinurinnn David Lynch er þekktur fyrir súrrealískar kvikmyndir sínar á borð við Lost Highway, Mulholland Drive, Blue Velvet og sjónvarpsþættina Twin Peaks.

Fyrir nokkrum árum kom hann til Íslands til þess að kynna hugleiðsluaðferðina TM eða „Transcendental meditation“ sem snýr að innhverfri íhugun.

Svo virðist sem kappinn sé kolfallinn fyrir heilsusamlegum lífstíl en hér að neðan má sjá tvö myndbönd þar sem David Lynch deilir með áhorfendum hvernig sjóða má kínóa fræ.

Myndböndin, sem komu út fyrir ári síðan, eru í anda David Lynch; dimm, dularfull og allt of löng en þar sem hann er sögumaður mátti nú kannski alveg búast við því að helmingurinn af myndböndunum tveimur myndi snúast um eitthvað allt annað en matargerð.

Hann ætti eflaust bara að halda sér við kvikmyndagerðina og sleppa matreiðsluþáttunum í bili. Eða hvað finnst þér?

Fyrsti hluti

Annar hluti

Tengdar greinar:

Svona gerir þú túrmerik-mjólk

Tíu jurtir sem hafa bólgueyðandi áhrif

Átta ómissandi eldhúsráð fyrir þig

SHARE