Ég horfði á Kveik í seinustu viku þar sem talað var við Úlf Einarsson sem er forstöðumaður Stuðla, sem eru löngu komnir yfir þolmörk. Þar sagði hann meðal annars: „Við vistum of mörg börn í þessu húsi með of fjölbreyttan vanda til þess að geta gert það á öruggan hátt öllum stundum.“
Þátturinn gefur skýra mynd af því að það þarf eitthvað að gerast til að hægt sé að sinna öllum þeim einstaklingum sem þurfa á því að halda. Einnig kemur fram í þættinum að árið 2004 voru meðferðarheimili á Íslandi 7 talsins, fyrir utan Stuðla en nú er 1 meðferðarheimili starfandi.
Úlfur, forstöðumaður Stuðla, var sendur í leyfi daginn eftir birtingu þáttarins.
Tveimur dögum seinna var birt viðtal á Vísi, við feðga sem töluðu um reynslu sína á Stuðlum og hversu lítið sé við að vera og hversu litla hjálp sé að fá í kerfinu. Drengurinn talaði um að það væri ekkert við að vera og faðir hans sagði að Stuðlar væru eins og forskóli fyrir Litla Hraun.
Samkvæmt heimildum okkar lést drengurinn þremur dögum síðar og viljum við nota þetta tækifæri til að votta fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð.
Við fengum Davíð Bergmann Davíðsson í viðtal til okkar í Fullorðins Hlaðvarp og þó hann tjái sig ekki um einstaka mál, þá hefur hann mikla og sérhæfða þekkingu á því að vinna með ungmennum í vanda. Hann brennur fyrir að hjálpa ungmennum en segir að þetta sé á sama tíma erfið vinna, meira að segja erfiðari en að vera á sjó. Hann vill að Ásmundur Einar segi af sér, ekki seinna en strax og það verði að fara að taka málefni ungmenna í vanda fastari tökum.
Hér er brot úr þættinum og við hvetjum við ykkur til að fá ykkur áskrift til að hlusta á allan þáttinn.
Sjá einnig:
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.