
Mjög einfalt og þægilegt er að útbúa þessi krem og má skipta út ilmkjarnaolíunum eftir smekk. Magn af bývaxi fer eftir hversu þykk kremin eiga að vera.
Morgunfrúrarkrem – andlit
30 ml morgunfrúarolía (calendula)
5-7 gr bývax
6 dropar þýsk kamillublóma (German Chamomile) ilmkjarnaolía
4 dropar lavender ilmkjarnaolía
Olían og bývaxið er brætt saman yfir vatnsbaði, tekið af hitanum og ilmkjarnaolíum bætt saman við. Sett í sótthreinsaða krukku.
Fótakrem
20 ml grunnolía
20 ml kókosolía
1/2 tsk bývax
10 dropar salvíu-ilmkjarnaolía
15 dropar engifer-ilmkjarnaolía
Olíurnar og býavaxið brætt saman yfir vatnbaði, tekið af hitanum og látið kólna. Ilmkjarnaolíunum saman við.
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.