Demantur á tossamiðanum!

Langar þig að gifta þig en maðurinn þinn er ekki að átta sig á hlutunum? Kona ein sendi mann sinn í búð með miða yfir það sem vantaði á heimilið og bætti svo við einum litlum hlut… engu öðru en demantshring! Maðurinn tók mynd af téðum miða og setti inn á Imgur og fékk hin ýmsu viðbrögð, allt frá því að honum er sagt að hlaupa í burtu og til þess að honum sé sagt að hann eigi að biðja hennar og það strax!

Ekki er vitað hvort alvara var á bak við þennan miða eða hvort þetta var eitthvað grín þeirra á milli en það breytir því ekki að miðinn góði hefur vakið mikla athygli.

demantur

SHARE