Demi Lovato (23) tilkynnti á mánudaginn síðastliðinn að hún væri hætt á Twitter og Instagram, en nú er svo komið að hún hefur skráð sig aftur inn. Hún ætlaði þó að halda sig við Snapchat, en svo virðist sem hún sé mjög pirruð yfir þessum tveimur samfélagsmiðlum. Demi segir að henni líki við Snapchat, því þá þurfi hún ekki að sjá ummæli frá fólki úti í heimi um sig.
Sjá einnig: Demi Lovato og Wilmer Walderrama hætt saman
Demi er með 36 milljón fylgjendur á Twitter en 41 milljónir á Instagram, en gaf þó ekki nákvæmlega út ástæðuna fyrir því að hún hætti, en segir meðal annars að hún hafi eitt sinn stofnað samtök fyrir fólk, sem hefur ekki efni á því að verða sér út um geðheilbrigðsþjónustu. Henni finnst súrt að fólk einblíni alltaf á röngu hlutina í stað þess að horfa á það góða og finnst því að fólk geti bara átt sig, ef það ætlar að vera með leiðindaummæli í hennar garð.
Afeitrun hennar á þessum samfélagsmiðlum tók einungis 24 klukkustundir, svo aðdáendur hennar þurfa ekki að örvænta, þar sem hún er komin aftur!
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.