![Screenshot 2021-03-02 at 14.30.47](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2021/03/Screenshot-2021-03-02-at-14.30.47-640x461.jpg)
Demi Moore er 58 ára en er alltaf svakalega flott. Hún kom fram á Fendi’s Paris Fashion Week fyrir um mánuði síðan og var þá um það rætt að hún væri ótrúlega „gallalaus“ og hvaða lýtaaðgerðir hún hafi farið í.
Í gær birti hún svo mynd af sér án farða og filters á Instagram. Á myndinni má sjá Demi, með gleraugu og hundurinn hennar er að koma sér fyrir við hliðina á höfði hennar.
Demi er náttúrulega með lítið af hrukkum og há kinnbein og lítur mjög náttúrulega út á þessari mynd.
![](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2021/03/Screenshot-2021-03-02-at-14.29.58-1024x747.jpg)