Dennis Rodman vill bjóða Caitlyn Jenner á stefnumót

Það lítur út fyrir að stórstjarnan Caitlyn Jenner sé strax komin með vonbiðla. Körfuboltamaðurinn góðkunni, Dennis Rodman, hefur að minnsta kosti látið hafa eftir sér að hann sé vel tilbúinn til þess að bjóða ungfrú Jenner á stefnumót. Dennis lýsti yfir stuðningi sínum við Jenner í viðtali við vefmiðilinn TMZ á dögunum:

Sjá einnig: Sjáðu brot úr nýjum heimildarþætti um Caitlyn Jenner

Það er magnað hvað allt hefur breyst síðan á tíunda áratugnum. Stuðningur fólks við Caitlyn er stórkostlegur. Að hún geti gengið um og borið höfuðið hátt er alveg frábært – og ef hún vill fara á stefnumót með mér þá þarf hún bara að spyrja.

landscape-1433341076-screen-shot-2015-06-03-at-101608-am

Það er spurning hvað Caitlyn tekur til bragðs.

Sjá einnig: Glæsikonan Jenner á nýjustu forsíðu Vanity Fair : „Ég heiti Caitlyn“

SHARE