Detox pestó – Gott gegn þungmálmum

Vorið er tími hreingerninga.
Nú er kominn tími til að hrista af sér vetrarslenið og fara út að hreyfa sig eða bara til að anda að sér súrefni og hreinsa hugann. Það getur líka verið hollt að hreinsa líkamann af eiturefnum reglulega.

Tiltölulega stutt er síðan farið var að rannsaka áhrif þungmálma á líkamann og læknar greina oft ekki að þeir geti verið orsök ýmissa veikinda, einfaldlega af því að þekkingin er ekki ennþá orðin nægjanleg. Þrátt fyrir það hafa komið fram kenningar um að rekja megi ýmsa algenga kvilla til þeirra eins og t.d. höfuðverki, vöðva-og liðverki, síþreytu og meltingartruflanir.

Ýmsar jurtir eru kröftugari en aðrar þegar kemur að afeitrun líkamans.
Chlorella hefur gefist vel við að hreinsa þungmálma úr líkamanum en hún er mjög virk þannig að passa þarf að taka hana inn í litlum skömmtum. Kóríanderjurtin er líka talin vera góð hreinsijurt gegn þungmálmum ásamt steinselju.

Þessa uppskrift fann ég á síðunni rachelswellness.com en Rachel þessi er bandarískur heilsuráðgjafi, ég bætti reyndar kóríander við.

Innihald:

•    1 bolli ferskt kóríander
•    ½ bolli fersk basilika
•    ½ bolli fersk mynta
•    ½ bolli fersk steinselja
•    2 rif af hvítlauk
•    ¼ til ½ bolli ólífuolía, extra virgin
•    sjávarsalt eftir smekk

Aðferð:

Allt sett í matvinnsluvél, maukað vel og ólífuoíu bætt saman við smámsaman.  Saltað eftir smekk. Til að ná fram sem bestu bragði er gott að láta pestóið standa í ísskápnum í smástund áður en það er borið fram. Gott ráð er að hella smávegis af ólífuolíu yfir það þegar það er sett aftur inn í ísskáp til geymslu. Þannig geymist það betur.

Verði ykkur að góðu.

tungmalmaafeitrun-pesto-

SHARE