„Dirt Cup“ – Uppskrift

Þetta verðið þið að prófa um helgina. Krakkarnir hreinlega elska þetta. Fann þessa hjá Gotterí.is

a085

Ég mæli eindregið með því að þið prófið þennan yndislega sjeik hvort sem er í eftirrétt eða bara þegar þið viljið gera ykkur glaðan dag. Krökkum finnst mjög spennandi að hafa hlaupormana þarna að skríða uppúr og allir elska innihaldið í glasinu. Upphaflega er „Dirt Cup“ nokkur konar „Moldarbolli“ þar sem Oreo kex er notað fyrir mold og raðað í lög til skiptis við súkkulaðibúðing og síðan hlaupormar settir efst á mulið Oreo. Þannig er þetta eins og moldarbeð með ormum og er síðan borðað þannig með skeið.

a0911

„Dirt Cup“ 

  • 1 líter vanilluís
  • 4-8 Oreo kexkökur, fer eftir því hversu mikið þið viljið hafa
  • 10 meðalstór fersk jarðaber
  • ½ bolli jarðaberjaíssósa
  • ½ bolli mjólk
  • Súkkulaðisósa til skrauts (það má líka nota jarðaberja)
  • Hlaupormar til skrauts (okkur þykja Trolli ormarnir bestir, hvort sem þeir eru í sjeik eða ekki)

Aðferð

  1. Setjið Oreo kökurnar í blandarann (matvinnsluvél) og útbúið „Oreo-mylsnu“, leggið til hliðar.
  2. Setjið jarðaberin í mixerinn og maukið alveg, geymið í blandaranum.
  3. Setjið ísinn, maukuð jarðaberin, jarðaberja íssósuna, Oreo-mylsnuna og mjólkina í hrærivélarskálina og hrærið á vægum hraða þar til blandað (hef viskastykki yfir því annars sullast útum allt).
  4. Sprautið smá súkkulaði íssósu inná hliðarnar á glösunum (nóg að sprauta í hring efst því sósan lekur niður og sést betur í glæru glasi en þessum) og skiptið ísblöndunni því næst á milli þeirra (dugar í 4-5 stór glös).
  5. Skreytið með því að raða svo nokkrum hlaupormum á brúnirnar og setja smá meiri súkkulaðisósu yfir.

a080

SHARE