DIY – Að gera stressbolta úr blöðrum er fáránlega skemmtilegt!

Hver man ekki eftir mjúku gúmmíboltunum sem voru svo vinsælir hér um árið – sem var hægt að kreista og hnoðast með að vild. Boltana sem var hægt að móta og djöflast með og komu í alls konar litum.

Við sem erum komin á fullorðinsaldurinn þekkjum þessa bolta undir nafninu STRESSBOLTI en einhverjir nota einmitt svona hnoðbolta til að hindra að við fáum músa-olnboga sem skrifstofufólk fær gjarna vegna langvarandi tölvunotkunar.

Sjá einnig: DIY kertaglös með (fjölskyldu)myndum – Myndir

Í myndbandinu hér að neðan fer þúsundþjalasmiðurinn King Of Random yfir það hvernig hægt er að búa til svona litla og krúttlega stressbolta heima í eldhúsinu. Það kostar bara örfáar krónur, er þrælskemmtilegt ferli og er alls ekki flókið í framkvæmd. Þvert á móti þarftu einungis einn poka af venjulegum blöðrum, vænan sekk af hveiti – föndurskæri og jafnvel örlítið tonnatak. Einfalt, skemmtilegt og sniðugt.

Sjá einnig: DIY – Myndarammi úr rekavið – Myndir

Ferlið er svo einfalt að börnin geta tekið þátt í leiknum, hægt er að búa til heilan helling af klæðskerasniðnum boltum úr einum blöðrupakka og kílói af hveiti og árangurinn er dásamlegur.

Gleðilegan laugardag – upp með hveitipokann og blöðurnar!

SHARE