DIY – Af hverju að nota heimagerð sjampó?

Fyrir þá sem vilja sneiða hjá því að nota kemísk efni á húðina sína ættu líka að huga að innihaldsefnum í þeim hárvörum sem þeir nota. Afhverju ekki að búa til sitt eigið sjampó þá veistu nákvæmlega innihaldið. Það getur líka verið skemmtilegt og fróðlegt að lesa sig til og gera tilraunir til að finna út hvað hentar þér og þinni hárgerð best.

Hunangssjampó hentar t.d. ekki þeim sem eru með mjög fitugt hár en kemur sér vel fyrir þá sem eiga við flösuvandamál að stríða og þeim sem eru með “normalt” hár. Hunang er líka stútfullt af vítamínum og andoxunarefnum, það er mjög rakagefandi ásamt því að vera bakteríu- og sveppadrepandi.

Það sem gerist þegar skipt er yfir í “hreint” sjampó er að jafnvægi kemst á fitustarfsemi hársvarðarins sem hefur eðlilegt pH gildi á milli 4 og 7. PH gildi hunangs er t.d. um 4 en pH gildið í flestum sjampóum er mun hærra. Jafnvægi á sér líka stað vegna þess að fituframleiðsla hársvarðarins minnkar. Ástæðan er sú að venjuleg sjampó leitast við að fjarlægja alla náttúrulega fitu úr hársverðinum, sem gerir það að verkum að líkaminn fær þau skilaboð að framleiða þurfi meiri fitu í hársvörðinn. Þolinmæði og þrautseigju þarf til að sjá árangur en með tímanum verður hárið mýkra og ekki eins fljótt fitugt.

Þessi uppskrift er miðuð við x1 hárþvott, en auðveldlega er hægt að blanda birgðir fyrir vikuna. Ilmkjarnaolíurnar gefa frískleika og mælt er sérstaklega með að Gulrótar ilmkjarnaolíunni sem er einstaklega næringarrík og góð fyrir hársvörðinn. Gott er að velja aðra olíu með, fer eftir smekk hvers og eins hvernig hann vill ilma.
Gott að hafa í huga að þetta sjampó freyðir ekki en þrátt fyrir það hreinsar það hárið alveg jafnvel.

 

Hunangssjampó (miðað við x1 hárþvott)

1 msk Lífrænt hunang
3 msk vatn
Gulrótarilmkjarnaolía og önnur að eigin vali, notið ca. 2 dropar af hvorri í hverja blöndu.

Gott ráð er að hita hunangið og vatnið saman í potti á mjög lágum hita bara rétt til að það blandist vel.
Mikilvægt er að ílátið sem sjampóið á að fara í sé sótthreinsað. Það er gert með því að sjóða vatn og dýfa ílátinu ofan í.
Að lokum er sjampóblöndunni hellt í ílát og ilmkjarnaolíunum bætt úti. Hristist fyrir notkun.

 

Heimild:
empoweredsustenance.com

 

 

SHARE