Magnað “boozt” fyrir húðina, nærandi og rakagefandi, stútfullt af vítamínum og andoxunarefnum. Þessa uppskrift fékk ég að birta með góðfúslegu leyfi hennar Hafdísar heilsunuddara sem hefur sérhæft sig í bæði bowen tækni og ilmkjarnaolíum. Hún heldur úti síðunni ilmandi.is þar sem hún deilir vitneskju sinni með öðrum.
Innihald:
1 avókadó
1 gulrót
1/2 bolli rjómi
1 hrært egg
3 msk hunang
Avókadóið stappað, gulrótin soðin og stöppuð, öllu blandað saman og borið á andlitið og háls og látið liggja á í 10 mínútur.
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.