Er nokkuð of snemmt fyrir jólaföndur? Nei, ég hélt ekki. Í þessu myndbandi má sjá hvernig hægt er að búa til skemmtilegan krans úr jólakúlum og vírherðatré. Ódýrt og skemmtilegt föndur ef notast er við það sem til er nú þegar á heimilinu.
Sjá einnig: Einfalt jólaföndur sem börn geta tekið þátt í
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.