DIY: Einfaldur og fallegur aðventukrans

Ég er týpan sem hleypur út í búð 1. dag aðventu til að kaupa efni í aðventukrans. Ég reyni oft að vera tímanlega og hafa allt á hreinu en það virðist vera mér mjög erfitt oft á tíðum. Ég var reyndar einum degi fyrr á ferðinni þetta árið en ég fór út í búð í gær og keypti allt sem ég þurfti til að gera aðventukransinn. Ég mun því geta kveikt á fyrsta kertinu í dag.

20141129_183022

Þetta er það sem ég keypti. 4 trékúlur, silfursprey, númer á kertin og silfurlitaðar jólakúlur. Ég átti 4 hvít kerti.

20141129_184150

Mér fannst þessi númer svo skemmtileg. Númerin sjálf eru úr einhverskonar áli og hvíta slaufan gerir þetta svolítið hátíðlegra

20141129_183030b

1. Fyrst fór ég með kúlurnar út á svalir og spreyjaði þær með silfurspreyjinu á dagblaði. Fyrst botninn, leyfði því að þorna í 10 mínútur. Svo fór ég út aftur og snéri þeim við og spreyjaði þær ofan á.

2. Á meðan það þornaði setti ég númerin á kertin.

20141129_191818b

 

3. Ég sótti kúlurnar út á svalir og festi þær á disk sem ég átti á heimilinu, setti smá kennaratyggjó undir svo þær héldust á réttum stað.

4. Ég átti smá silfraða steina sem ég setti allt í kring og hellti svo jólakúlunum ofan á, allt í kringum kertin.

20141129_191803

Er þetta ekki bara sætt?

20141129_191818

 

Sjáið bara hvað myndirnar eru líka fínar, en þær eru teknar á Samsung Galaxy Alpha símann minn, sem er mitt líf og yndi þessa dagana.

Allar vörurnar sem ég keypti fékk ég í A4 en þeir eru með mikið úrval af skemmtilegum jólavörum og jólaföndri. 

 

 

Perlaðu falleg snjókorn fyrir jólin – sjá mynstur í grein

Það styttist í jólin

Jólin eru komin á Stykkishólmi

 

 

 

 

SHARE