Nú þegar veturinn er genginn í garð, á hár okkar til að verða þurrt og skemmast örlítið meira í kulandum. Kuldinn getur gert það að verkum að hárið verður líflaust og endarnir slitna frekar en ella.
Sjá einnig: Langar þig að gefa hárinu dúndur rakabombu?
Hægt er að útbúa frábæra hármaska heima, sem eru dásamlegir fyrir hár þitt. Eina sem þú þarft er eggjahvítur, ólífuolía og avocado.
Sjá einnig: DIY: Fáðu lengri augnhár á stuttum tíma
Ólífuolían gefur hári þínu raka og glans á meðan avacadoið inniheldur vítamín sem hjálpa til við að halda hárinu þínu heilbrigðu.
Innihaldsefni:
1 avocado
2 msk eggjahvítur
3 msk ólífuolía
Settu innihaldsefnin í blandara og blandaðu saman þar til áferðin er mjúk. Settu blönduna í hárið, settu síðan poka yfir og láttu bíða í 45 mínútur. Þvoðu síðan hárið þitt vel.
Sjá einnig: Hún hellir Coca Cola í hárið á sér…
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.