
Ertu á leiðinni í heimsókn til mín og ertu í gallabuxum? Ertu alveg viss?
Ég elska gallabuxur, eða réttara sagt, ég elska gallabuxur sem eru orðnar of litlar, eða komnar með bletti eru ekki farnir eftir 10 skipti í þvotti og blettaeyði í hvert skipti. Gallabuxnaefnið er eitt það sterkasta efni sem þú getur fundið og þess vegna er um að gera að endurnýta það.
Ég klippti neðan af skálmunum, snéri efninu á rönguna og saumaði fyrir (þar sem ég klippti).
Svo klippti ég svona “kassa”, lagði langhliðarnar saman á “kassanum” og saumaði og snéri þessu svo við.
Svo bretti ég aðeins niður á nýju körfunni minni.
Og bara til að fyrirbyggja misskilning, þetta er EKKI kókdós, heldur kók-lampi…… já ég safna kókhlutum.
Ég heiti Kristbjörg og ég er 2 barna móðir sem elskar föndur, að skapa með höndunum, að búa til eitthvað úr engu og að reyna að auðvelda mér lífið með því að skipuleggja, skipuleggja, skipuleggja.