DIY: Er korkur í víninu þínu og er það vont á bragðið?

Hefur þú lent í því að vínið þitt er fullt af korki og nánast ódrykkjarhæft vegna þess óbragðs sem myndast af korktappanum sem er síðan jafnvel svamlandi um í víninu þínu? Ástæðan er vanalega sú að vínið hefur ekki verið geymt að viðeigandi máta og efni sem eru í honum smitast út í vínið.

Sjá einnig: Hvernig opnar þú rauðvínsflösku án tappatogara – Frábær lausn

SaranWrapWine

Hér er ein leið til að kippa því vandamáli í liðinn og það er einfaldara en þú heldur. Þú getur lagað vínið með einfaldri lausn á stuttum tíma og vínið mun koma til með að bragðast eins og það á að sér gera.

Sjá einnig: Heitt súkkulaði með rauðvínsívafi

Aðferðin:

1. Vöndlaðu saman plastfilmu og settu það í botninn á könnu eða skál.

2. Helltu víninu yfir plastfilmuna.

3.  Láttu vínið snúast í könnunni/skálinni með plastfilmunni í 5 til 10 mínútur til þess að sjá til þess að allt vínið komist í snertingu við plastfilmuna. Því meira sem vínið er mengað af korkinum, því lengur skaltu hafa plastið í því.

4. Gerðu þetta 1-3 sinnum og því meira fyrir erfið tilfelli.

5. Smakkaðu vínið til og þegar þú finnur ekki lengur bragðið af korkinum, skaltu hella því yfir í annað ílát og henda plastinu.

Sjá einnig: Leita Korkur – Umhverfisvænn en ótrúlega flottur – Myndir

Hvers vegna virkar þetta?

Korkmengun verður vegna myglu sem fyrirfinnst í korki. Myglan bregst við klórbyggðum hreinsiefnum sem er notaður á flesta korktappa, sem verður til þess að efni sem kallast trichloranisole, sem gefur frá sér vont bragð. Polyethylene sem er í flestum plastefnum sýgur í sig efnið úr korknum eins og svampur gerir vatn, sem gerir það fullkomið til að bjarga víninu.

SHARE