
Ertu í vandræðum að koma fötunum þínum fyrir?
Hér eru nokkrar snilldarlausnir sem eiga ef til vill eftir að koma að góðum notum í þeim efnum, þar sem einfaldleikinn er hafður í fyrirrúmi. Svo eru fataslár líka bara töff og praktískar að því leyti að þú færð betri yfirsýn yfir fötin þín og verður þ.a.l. fljótari að græja þig á morgnana.
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.