Svo þig vantar skartgripaskrín? Veistu ekki hvað þú átt að gera við öll hálsmenin? Eru hringarnir að þvælast fyrir þér? Hvað með öll naglalökkin? Vissir þú að það er lítill vandi að gera skartgripageymslu úr gömlum súpudiskum, kertastjökum og fallegum tebollum? Af hverju ekki að skreppa á flóamarkað, kaupa fallegt stell og fara heim að föndra?
Frábært verkefni sem getur fætt af sér gullfallega skartgripahirslu!
https://youtu.be/uJQprb2sGG0
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.