Hér er frábær DIY hugmynd.
Mynd með handarförum barnanna í fjölskyldunni.
Sömu hugmynd má nota til að útbúa “Hér búa” skilti eða mynd fyrir heimilismeðlimi.
Ramminn sem notaður er hér er án glers.
Þykkur hvítur pappi klipptur til að passa akkúrat í rammann og þykkur svartur pappi klipptur til að passa ofan á þann hvíta.
Barnið/börnin þrykkja handarfarinu á svarta pappann.
Nafn og aldur barnsins skrifaður með hvítum vaxlit, túss eða krít.
Tekið af creativelylivingblog.com
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.