Þar sem að ég þekki nokkrar konur sem eru ekkert meira en snillingar í höndunum þegar kemur að prjónaskap og hver flíkin á fætur annarri dettur af prjónunum hjá þeim eins og að drekka vatn, þá er búið að standa (allt of) lengi til að læra að prjóna, en ég hef varla prjónað síðan í handavinnutímum í barnaskóla.
Sá þetta myndband á vegg vinkonu á facebook og trefilinn virkar mjög auðveldur og kannski eitthvað sem gæti komið mér og öðrum sem eru í sömu sporum og ég af stað aftur í prjónaskapnum.
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”070qaUxEyp4″]
Stærð trefils:
12 lykkjur á breidd
20-25 lykkjur á lengd
Garn:
Hún notar Lions Brand Wool Ease Thick and Quick Super Bulky #6
Nú veit ég ekki hvort að það er til hér heima, en gróft garn sem slitnar ekki auðveldlega þarf þá að koma í staðinn.
Fyrir þær sem vilja hafa trefilinn hringtrefill, þá er sýnt hér hvernig það er gert.
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”cYitKz191sw”]
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.