Langar þig að poppa upp veggina? Fyrir lítinn pening? Fríska upp á eldhúsið? Hleypa vorinu inn í stofuna? Jafnvel dúlla við barnaherbergi? Það þarf ekki að kosta mikinn pening að setja liti og fjör inn á heimilið – hér er til dæmis farið í gegnum hvernig má búa til örsmá, gullfalleg og mjög einföld fiðrildi.
Fallegt, ódýrt og skemmtilega litríkt upp á vegg!
https://www.klippa.tv/watch/nkyEGPGT2Cy82XG
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.