DIY – Lærðu að gera geggjaðar „Marmaraneglur” í volgu vatni!

Góð handsnyrting þarf ekki að kosta formúu fjár og fallega snyrtar neglur má hæglega gera heima. Hér er t.a.m. alveg ferlega freistandi aðferð – sem gengur út á að láta dropa af naglalakki drjúpa í ylvolgt vatn heima fyrir … draga varlega út mynstur með tannstöngli og dýfa svo einfaldlega nöglinni ofan í vatnið.

 10725168_783068471752008_1287318835_n

Voila! Lítur út fyrir að vera einfalt, ekki satt? Hægan … hægan … það er lítið mál að skekkja heildarmyndina, subba út naglalakkið, klúðra snyrtingunni. Hér fara örfá ráð sem ágætt er að hafa bak við eyrað:

  1. Notist eingöngu við ylvolgt vatn. Jafnvel heitara en ylvolgt, en ekki sjóðheitt þó.

  2. Notist við soðið vatn. Aldrei beint úr krananum.

  3. Veljið naglalökk sem eru frá sama vörumerki, – þau renna betur saman í vatninu.

  4. Ef droparnir dreifast ekki í vatninu – er allt í lagi að stjaka AÐEINS við bollanum.

  5. Þegar velja á útlitið sjálft og þú dregur tannstöngulinn eftir vatninu – skaltu ALDREI byrja á ysta hringnum (fyrsta litnum) – Byrjaðu þess í stað á öðrum eða þriðja hringnum – fyrsti liturinn (ysti hringurinn) er þegar orðinn þurr og getur dregið með sér alla hina litina …

Hægt er að leita upplýsinga og leiðbeininga á YouTube með því einu að slá inn leitarorðið WATERMARBLE TUTORIAL – en hér fer dásamlegt myndband úr þeim flokki þar sem notandinn DEARNATURAL62 fer ítarlega í gegnum ferlið – lið fyrir lið:

Tengdar greinar:

SHARE