DIY – Mango skrúbbur sem fær húðina til að glóa

Það er dásamlegt að skrúbba húðina frá toppi til táa og ég tala nú ekki um ef þú ert stöðugt í sundi með krakkana!

Ég fann þessa uppskrift þegar ég var að vafra á netinu um daginn og langaði til að prufa hana.  Ég telst vera hinn mesti klaufi þegar  kemur að þessum málum, en þessi er súper auðveldur í framkvæmd og fékk húðina til að glóa fallega.

Ef ég get þetta, þá getur þú það líka!

Hráefni:

1/3 bolli (0.8 dl) Mango  (maukað)

½ bolli (1.2 dl) Himalayan salt

1 sítróna (bara safinn)

Þegar þú hefur maukað Mango, settu þá maukið í góða skál. Blandaðu svo vel saman saltinu og sítrónusafanum í maukið og þú ert tilbúin í dásemdina.

SHARE