Eitt af því sem mig hefur nauðsynlega vantað á náttborðið núna í nokkurn tíma er hleðslustöð fyrir símann og Ipodinn minn. Og þegar ég sá einn af mínum uppáhalds youtube-urunum mínum gera hleðslustöð þá ákvað ég að láta á það reyna að gera svoleiðis líka.
Ég keypti ramma og álbox sem smellpassaði inn í rammann. Ég keypti líka kósur og litasprau en efnið átti ég. Ég straujaði efnið og klippti til þannig að það var smá stærra en bakið á rammanum. Svo klippti ég hornin aðeins til og límdi efnið niður á bakhliðinni. Svo merkti ég fyrir kósunum og setti þær á sinn stað. Maðurinn minn minnkaði álboxið (klippti það með járnklippum) og ég sprayjaði það og rammann.
Svo límdi ég boxið á rammann með epoxi lími og borðann limdi ég með heitalímbyssunni minni. Og svo fór þetta beint á náttborðið mitt. Smá ábendingar ef þið ætlið að gera þetta. Reynið að finna álbox eða körfu sem passar akkurat inni í rammann. Og munið að þið munið ekki nota glerið (þannig að ef þið eigð ramma þar sem glerið brotnaði…..). Þið þurfið ekki að nota efni til að skreyta bakið, þið getið t.d. málað það, notað límmiða, ef þið eigið afganga af veggfóðri…bara það sem ykkur dettur í hug.
Ég heiti Kristbjörg og ég er 2 barna móðir sem elskar föndur, að skapa með höndunum, að búa til eitthvað úr engu og að reyna að auðvelda mér lífið með því að skipuleggja, skipuleggja, skipuleggja.