Það er ekki mikið mál að föndra skartgripaskálar eins og þessar en það er tilvalið að hóa saman nokkrar vinkonur til þess að föndra.
Vinkonuhópurinn minn var þó ekki það spenntur fyrir því að föndra þar sem þær töldu hæfni sína til þess að leira takmarkaða svo úr varð að við sátum tvær að föndra og tvær horfðu á.
Ég fór í föndurbúð í Holtagörðum og keypti leirinn, málninguna og penslana átti síðan sú vinkona mín sem treysti sér í verkefnið. Annað sem þurfti til gat ég fundið í skápunum heima en það þurfti þó ekki mikið meira en hníf og kökukefli.
Svona er farið að þessu: maður velur leir sem maður telur fara vel saman en það er mjög flott að vera með mikið af hvíta litnum. Við vorum bara með lítið af svarta leirnum.
Sjá einnig: DIY: Gerðu þína eigin glimmerskó
Síðan er bara að hnoða leirinn vel svo hann blandist en það getur tekið smá tíma og þar tók á mína þolinmæði. Við notuðum síðan kökukefli til að fletja leirinn út.
Því næst er leirinn skorinn eftir hringlaga skál og settur í botninn á skál sem má fara inn í ofn. Þetta fer síðan í 25 mínútur inn í ofn stilltan á 130° og þá er bara að mála gyllta rönd á endann.
Þetta var svo mín útkoma en ég hefði þó geta slétt meira úr endanum á skálinni áður en hún fór inn í ofn.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.