Hér er komin skemmtileg og falleg leið til að endurnýta sultukrukkurnar. Það eina sem til þarf er hrein sultukrukka, ræmur af fallegum efnisbút og örlítið lím ásamt smágerðum pensli. Mælt er með að notast sé við rafmagnskerti í krukkurnar, þar sem efnisbútarnir eru límdir innan í krukkuna – en alls ekki venjuleg kertaljós, þar sem eldhættu getur stafað frá opnum loga.
.
Ljósmynd: FellowFellow
Höfundurinn heitir Claire (er þar af leiðandi nafna mín) og heldur úti stórskemmtilegu bloggi alla leið frá Singapore. Á bloggsíðu Claire má finna fjöldann allan af listilega einföldum DIY verkefnum – en hér leyfum við okkur að vitna í eina færslu Claire – bloggið sjálft. Fleiri hugmyndir má svo skoða betur HÊR en hér fer sultukrukkuverkefnið á íslensku máli:
Þú þarft:
– Skæri
– Hreina sultukrukku
– Litla krukku
– Föndurlím
– Föndurskæri
– Lítinn og hentugan pensil
– Fallegan efnisbút að eigin vali
Ljósmynd: FellowFellow
-
Mældu hæðina og ummálið á krukkunni og klipptu svo efnisbútinn niður í ca. 1 cm breiðar ræmur – það er engin þörf á að klippa ræmurnar í fullkomna strimla, frávik eru leyfileg!
-
Helltu lími í lítinn bolla eða skál (sem má missa sín) og þynntu límið örlítið út með vatni – hrærðu vel í blöndunni, svo úr verði jafningur sem er örlítið þéttari í sér en vatn – límið ætti með öðrum orðum að vera lapþunnt, en ekki þétt í sér.
Sjá einnig: DIY – Heima er best blómapottar
.
Ljósmynd: FellowFellow
-
Dýfðu nú fyrsta strimlinum niður í límblönduna. Þegar strimillinn er orðinn gegnblautur, skaltu renna varlega yfir hann með þumli og vísifingri til að fjarlægja mesta vökvann af strimlinum.
-
Því næst skaltu leggja hann varlega ofan í sultukrukkuna – en nota pensilinn til að hagræða strimlinum OG til þess að fjarlægja allar loftbólur sem kynnu að myndast í efninu.
-
Endurtakið allan hringinn – eða þar til öll krukkan er orðin skreytt að innanverðu. Leyfið efninu að þorna yfir nótt á hlýjum og þurrum stað.
.
Ljósmynd: FellowFellow
Claire segir ennfremur að litlu skipti þó efnið skagi út fyrir krukkubrúnina – þar sem lítið mál sé að klippa og snyrta endana til þegar verkinu er lokið og segir jafnframt að litlu skipti þó efnisbútarnir leggist örlítið yfir hvorn annan að innanverðu. Fallegra sé þó að reyna eftir fremsta megni að vanda samskeytin meðan á ferlinu stendur.
Sjá einnig: DIY – Myndarammi úr rekavið – Myndir
.
Ljósmynd: FellowFellow
ATH! Þar sem efnisbútarnir eru límdir á innanverðar krukkurnar, sem gefur áferðinni fallegan og rómantískan blæ – er eindregið mælt með því að notast eingöngu við rafmagnskerti en ekki alvöru kerti – þar sem eldhætta getur stafað af loganum. Þú tryggir ekki eftir á – af litlum neista verður oft mikið bál!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.