Jólaskreytingar þurfa ekki að kosta hálfan handlegg og geta verið alveg jafnfallegar ef ekki fallegri en þessar keyptu.
Hér sjáum við dæmi um snjókúlur úr vínglösum.
Það sem þú þarft er: glas á fæti, lítil plastdádýr, önnur jólafígúra sem þér dettur í hug eða jólatré, gervisnjór eða glimmer, pappaspjald, tússpenni, skæri og límbyssa.
1) Hringur dreginn eftir vínglasinu á pappaspjaldið og klipptur út.
2) Hreindýrið eða annað sem vera á í snjókúlunni límt á pappaspjaldið með límbyssu. Einnig má nota ljósmynd, köngla, gamla skartgripi eða annað. Það má einnig skreyta eða mála pappaspjaldið áður.
3) Gervisnjór eða glimmer sett í glasið (nokkrar teskeiðar duga). Lím sett á brún glassins og það límt á pappaspjaldið.
4) Til að fela pappann sem gægist undan glasinu, setjið lím á og felið með hvítum glitter eða gervisnjó.
Að lokum má setja kerti, köngul eða skraut ofan á glasið.
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.