DIY: Svona kemur þú í veg fyrir lykkjufall

Það er varla til kona sem kannast ekki við þá skelfilegu upplifun að vera komin í sparifötin og jafnvel út úr húsi, þegar í ljós kemur að gat er komið á sokkabuxurnar. Hér er ráð sem lofar því að sokkabuxurnar verði sterkari og því verða minni líkur á því að þú lendir í hremmingum á versta tíma.

Sjá einnig: 6 hlutir sem mega aldrei fara í þurrkara

Þegar þú opnar pakka af nýjum sokkabuxum, skaltu bleyta upp í þeim og vinda örlítið. Því næst seturðu þær í poka og skellir þeim í frystinn yfir nótt. Frostið styrkir þræðina og gerir það að verkum að sokkabuxurnar verða sterkari og þess vegna minni hætta á því að þú gerir gat á óheppilegum tíma.

Sjá einnig: Skemmtileg og öðruvísi húsráð

Screen Shot 2016-02-19 at 21.56.10

Sjá einnig: 7 hlutir sem gott er að kunna í „neyð“

Screen Shot 2016-02-19 at 21.56.57

 

SHARE