Djúpsteiktur fiskur – Uppskrift

Agalega gott en kannski ekki það hollasta, en ég held að það hafi engan drepið að fá sér djúpsteikan fisk einstaka sinnum!

Uppskrift:

1 bolli hveiti
1/2 tsk salt
1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsóti
3/4 – 1 bolli vatn

Allt hrært vel saman.
Olían er hituð í potti, ég nota aldrei hæsta hita því þá á deigið til að brenna áður en fiskurinn er tilbúinn.
Gott er að setja lítinn brauðbita út í olíuna til að athuga hvort olían sé nægilega heit. Ef kviknar í er hún orðin of heit!

Fiskstykki er velt upp úr deiginu og sett í pottinn, ekki gott að setja mörg stykki í einu. Snúið stykkinu svo við. Þegar fiskurinn… já eða deigið öllu heldur, er orðið fallega brúnt er fiskurinn veiddur upp og settur á eldhúsbréf eða á grind.

Það er hægt að nota sama deig fyrir rækjur og laukhringi.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here