Hann er harðasti naglinn í bransanum og lyftir aldrei brún. Aldrei. Óhagganlegur, myndarlegur og ferlega hrár yfirlitum.
En tivolítæki … virðast laða fram okkar innra barn. Hleypa af stað adrenalíninu. Setja allt á annan endann innra með okkur.
Hvernig manninum datt til hugar að setjast upp í þetta hryllilega tæki, svellkaldur og yfirvegaður, smeygja yfir sig öryggisbúnaðinum og þjóta upp í loftið eins og örvinglað ungabarn – æpandi og másandi – er okkur hér á ritstjórn ofviða að skilja.
Þetta er hrikalega fyndið!
http://youtu.be/EC2iyoRzAzM
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.