
Einfalt og hrikalega gott frá Matarlyst.
Hráefni:
300 g ferskar döðlur
Hnetusmjör, Skippy eða annað sem ykkur finnst gott
100-150 g kasjúhnetur
180 g suðusúkkulaði brætt yfir vatnsbaði
Aðferð:
Takið steina innan úr ferskum döðlum og leggið þær opnar á bökunarpappír og fletjið úr með kökukefli. Smyrjið nokkuð vel af hnetusmjöri ofaná, ég notaði Skippy. Sáldrið kasjuhnetum yfir og bræðið suðusúkkulaði og hellið yfir.
Sjá einnig:
- Kóreskar kjötbollur
- Döðlugott með hnetusmjöri, kasjúhnetum og súkkulaði
- Smákökur með hvítu súkkulaði og trönuberjum
- Baileys frómas með Daim
- Alvöru Big Mac hamborgari – Uppskrift
- Ertu oft með útþaninn maga?

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.