Döðlugott með hnetusmjöri, kasjúhnetum og súkkulaði

Einfalt og hrikalega gott frá Matarlyst.

Hráefni:

300 g ferskar döðlur
Hnetusmjör, Skippy eða annað sem ykkur finnst gott
100-150 g kasjúhnetur
180 g suðusúkkulaði brætt yfir vatnsbaði

Aðferð:

Takið steina innan úr ferskum döðlum og leggið þær opnar á bökunarpappír og fletjið úr með kökukefli. Smyrjið nokkuð vel af hnetusmjöri ofaná, ég notaði Skippy. Sáldrið kasjuhnetum yfir og bræðið suðusúkkulaði og hellið yfir.


Sjá einnig:

SHARE