Döðlupestó sem framkallar sælutillfinningu

Ég er pestósjúk og þegar mig langar í eitthvað alveg geggjað þá er döðlupestóið mitt tilvalið. Það er hvorki flókið né mikið vesen og það er einmitt minn stíll.

Uppskrift:
Ein krukka af rauðu pestói (bara þá tegund sem þér líkar)

Hálf krukka fetaostur og smá af olíunni líka

1 1/2 dl svartar ólífur gróft saxaðar
1 1/2 dl döður, smátt saxaðar
1 1/2 dl af steinselju, smátt söxuð
1 1/2 dl af brotnum kasjúhnetum
Tvö hvítlauksrif, smátt skorin eða pressuð

Aðferð

Allt sett í skál og blandað saman. Gott að geyma í kæli í nokkra tíma áður en borið fram, stundum er ég svo gráðug að það kemst ekki allt í kæli!

Yfirleitt geri ég þessa uppskrift tvöfalda og stundum breyti ég hlutföllum ef ég á ekki nákvæmlega til rétt magn.

Sjúklega gott með góðu hrökkkexi og já klikkað á Camenbertost!

SHARE