Dökkt súkkulaði getur gert undur fyrir þig

Mörg okkar hafa heyrt af því að dökkt súkkulaði sé gott fyrir okkur. Margir eru þó ekki mjög hrifnir af dökku súkkulaði einu og sér, en þegar þú veist hversu gott það er fyrir þig, þá á þig kannski eftir að langa til að velja dökkt súkkulaði fram yfir annað súkkulaði.

Sjá einnig: Börn smakka dökkt súkkulaði í fyrsta skiptið

 

dark-chocolate-625_625x350_81470296507

Sjá einnig: 19 ástæður fyrir því að súkkulaði er betra en kynlíf!

Inniheldur andoxunarefni –  Dökkt súkkulaði inniheldur mikið magn af andoxunarefnum og þau hjálpa líkama þínum við að berjast við sundurefni, en það eru efni sem geta drepið frumur og farið illa með líkama þinn.

embeddedIMG_HealthBenefitsOfDarkChocolate_850px_1-600x600

Verndar húð þína – Dökkt súkkulaði bætir blóðflæðið og verndar húð þína fyrir skemmdum af völdum sólar.  Það bætir þéttleika húðarinnar og verndar húðina fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum. Þið skuluð þó ekki sleppa því að bera á ykkur sólarvörn og borða súkkulaði í staðinn.

embeddedIMG_HealthBenefitsOfDarkChocolate_850px_2-600x600

Hjálpar hjarta þínu – Súkkulaðið styrkir æðar þínar, lækkar blóðþrýsting og þar með minnka líkur á því að þú fáir blóðtappa.

embeddedIMG_HealthBenefitsOfDarkChocolate_850px_3-600x600

Gefur þér mikilvæg næringar-  og steinefni – Tveir bitar af dökku súkkulaði á dag getur gefið þér mikið magn af mikilvægum stein- og næringarefnum.

embeddedIMG_HealthBenefitsOfDarkChocolate_850px_4-600x600

Hjálpar þér að léttast – Dökkt súkkulaði inniheldur mikið af trefjum, sem hjálpa meltingunni dásamlega. Það minnkar einnig bólgur og kemur jafnvægi á blóðsykurinn. Ef blóðsykurinn er í góðu jafnvægi eru ekki eins miklar líkur á því að þig langi til að narta yfir daginn.

embeddedIMG_HealthBenefitsOfDarkChocolate_850px_5-600x600

Bætir heilastarfsemi – Þar sem dökkt súkkulaði kemur í veg fyrir að sindurefni brjóti niður frumur þínar, er það að hjálpa heila þínum. Það hjálpar einnig í baráttunni við heilasjúkdóma.

embeddedIMG_HealthBenefitsOfDarkChocolate_850px_6-600x600

Minnkar þunglyndi og kvíða – Með því að borða dökkt súkkulaði ert þú að leysa úr læðingi serotonin og endorfín, sem lætur þig vera rólegri og glaðari.

embeddedIMG_HealthBenefitsOfDarkChocolate_850px_7-600x600

Bætir sjón – Rannsókn hefur leitt í ljós að þau sem borða dökkt súkkulaði reglulega hafa að meðaltali 17% betri sjón.

embeddedIMG_HealthBenefitsOfDarkChocolate_850px_8-600x600

Minnkar bólgur – Með því að borða dökkt súkkulaði getur þú bæði komið í veg fyrir og minnkað bólgur, ásamt því að hjálpa líkama þínum við að berjast á móti sjúkdómum og komið í veg fyrir að þú þyngist.

embeddedIMG_HealthBenefitsOfDarkChocolate_850px_9-600x600

Hækkar gott kólestról – Dökkt súkkulaði hjálpar ekki bara hjarta þínu og blóði, heldur hjálpar það til við að hækka gott kólestról. Það mun bæta blóðflæði þitt.

embeddedIMG_HealthBenefitsOfDarkChocolate_850px_10-600x600

Minnkar hósta – Rannsóknir hafa sýnt fram á að efni sem finnst í kakóinu í súkkulaði minnkar hósta.

embeddedIMG_HealthBenefitsOfDarkChocolate_850px_11-600x600

Heimildir: Littlethings.com

SHARE