Síðastliðinn fimmtudag héldum við upp á árs afmæli Hún.is. Við hjá Hún.is buðum í léttan hádegisverð á Sushisamba í samstarfi við Skin Doctor. Tekið var á móti gestum með Jacobs Creek Sparkling Rosé freyðivíni. Konum var boðið upp á dýrindis djúsí sushi og sem var borið fram með Jacob´s Creek Cabernet Sauvignon og Jacob´s Creek Riesling frá Mekka.
IcePharma sá um að kynna æðislegar snyrtivörur frá Skin Doctor og allar konur voru leystar út með gjöf frá frá þeim, undra handáburður sem yngir hendur um 10 ár, Skin Docor – Younger hands.
Það var gaman að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta og gleðjast með okkur.
Við þökkum þér, kæri lesandi fyrir frábærarar viðtökur síðastliðið ár og við hlökkum til að kynna ýmsar skemmtilegar nýjungar á komandi mánuðum.
Hér má sjá nokkrar myndir frá dömuboðinu en myndirnar tók Þorgeir Ólafsson. Klikkið á mynd til að opna gallerý.